Gleðilega páska

Nú er skvísan að upplifa sína fyrstu páska og virðist vera sem súkkulaðihænan hafi verpt þónokkrum páskaeggjum fyrir litlu dömuna - þrátt fyrir að hún sé nú ekki farin að smakka á súkkulaði, foreldrarnir neyðast því víst til að hjálpa henni með eggin Wink  Allt fínt að frétta héðan úr Lambhaga.  Kolfinna Sjöfn fór í átta mánaða skoðun í lok mars og var þá orðin 68 cm. löng og 6800 g. Grét nú svolítið á hjúkkuna þegar hún var sprautuð en var fljót að harka það af sér.  Hún er nú farin að mjaka sér af stað, afturábak og er ótrúlegt hvað hún nær að komast um gólfið á þann hátt.  Pabbi hennar var eitthvað að reyna að setja hana upp á hnén og ,,kenna" henni að skríða en það gengur eitthvað brösulega.  Hún minnir helst á belju (fyrirgefðu Ingveldur - kú) að stíga upp úr doða (segir pabbinn) - spyrnir sér áfram og lendir bara á nefinu. Tounge  Hún er aðeins farin að fara í fjósið og kíkja á búpeninginn og finnst voða sport að fá að sitja í vagninum og horfa á Týru hlaupa í kringum vagninn.  Nú er vorið á næsta leiti og þá verða göngutúrarnir eflaust fleiri.  Verið endilega áfram dugleg að kvitta.  Kveðja frá Lambhagafjölskyldunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýjar myndir VEIIIII! Gleðilegt sumar elsku frænka okkar og takk fyrir veturinn. Vonandi sjáumst við nú fljótlega. Kossar og knús Jón Finnur og mamman

Benna Laufey 19.4.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband