Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar öllsömul!  Allt fínt að frétta af okkur að vanda.  Litla skvísan babblar út í eitt og er eflaust að segja eitthvað stórmerkilegt þó svo ekki skiljist orð af því.  Hún kann orðið að klappa saman lófunum og veit að ís er voðalega góður Tounge   Skriðæfingarnar bera lítinn árangur (enda ekki stundaðar af kappi) en sú stutta kemst það sem hún vill á mallanum.  Við fórum eina helgi í sumarbústað í Reykjaskóg og eins og sjá má á myndunum var heiti potturinn notaður út í ystu æsar.  Við foreldrarnir urðum verri af pottasýki og er aldrei að vita nema við fáum okkur einn í sumar Cool   Ómar er á fullu í vorverkunum þessa dagana, jarðvinnsla og lífræn og ólífræn áburðardreifing.  Svo hefst sauðburður um miðjan mánuðinn, þ.e. ef hrútarnir hafa staðið sig um jólin InLove   Frábær tími framundan og bara að vona að veðrið verði gott.  Nóg af bulli í bili - alltaf heitt á könnunni ef þið eruð á ferðinni.  Kveðja, Margrét Harpa og co.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, gaman að sjá nýjar myndir af mesta krúttinu  sjáumst vonandi sem fyrst.. já og gleðilegt sumar!

guðrún karls 9.5.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Unnur Lilja og Írena Sólveig

gaman ad sja myndir...hun er ordin ekkert sma mannaleg!:) 

kvedjur i sveitina fra ekvador!

unnur lilja

Unnur Lilja og Írena Sólveig, 13.5.2007 kl. 00:14

3 identicon

Hæ hæ.
Vildi láta vita af mér hér.  Ég hef gaman af að fylgjast með og kíki því við öðru hvoru.  Manni finnst maður nú eiga smáveigis af litlutá.  Svo á ég líka tvær litlar frænkur (Eyjólfsdóttir og Gunnarsdóttir) sem eru báðar fæddar í ágúst 2006 og eru því á svipuðum aldri.

Raggi (sbr. Raggi, Robbi og Rikki) 20.5.2007 kl. 17:22

4 identicon

Halló, alltaf jafn gaman að kíkja á myndirnar af Kolfinnu, stækkar hratt eins og áður. Skil vel að henni finnist ísinn góður enda fátt betra til, verður sælkæri eins og fleiri rauðhærðir sem ég þekki.

Sé ykkur vonandi bráðlega

Kveðja Ingveldur

Ingveldur G. 29.5.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 2196

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband