Jæja, á maður ekki að fara að skrifa eitthvað sniðugt?

Gleðilegt vor, sumar, haust og vetur!  Það er orðið ansi langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér og var ég jafnvel að hugsa um að bíða með næstu færslu þangað til eftir þorra 2009, eitt ár til eða frá - skiptir það einhverju máli Whistling   Það er annars allt fínt að frétta af okkur og töluvert búið að gerast síðan síðast.  Kolfinna Sjöfn byrjaði í leikskólanum Heklukoti á Hellu í júní og er hún á Bangsadeild.  Henni finnst mjög gaman í leikskólanum.  Sumarið var æðislegt, gott veður og því pallurinn mikið notaður.  Við fjárfestum í heitum potti í sumar og má sjá nokkrar pottapartýsmyndir í sumaralbúmunum.  Í lok júlí fórum við í smá ferðalag með ömmu Sjöfn og Hafdísi.  Við heimsóttum heiðurshjónin Danna og Ernu sem hafa sumarbúsetu á Vattanesi austur á fjörðum og fórum við svo í framhaldi af því til Eyglóar og Braga á Sauðárkrók.  Keyrðum svo Kjöl heim með viðkomu á Hveravöllum.  Þar sá Kolfinna Sjöfn ógrynni af tröllskessum (eða trölladans eins og hún segir) og voru hverirnir pottarnir þeirra þar sem var verið að malla graut handa tröllabörnunum Tounge   Skvísan varð tveggja ára í júlí og var að sjálfsögðu haldið upp á það með pompi og pragt og fengu allir sem vildu píngó, þ.e. sleikjó.  Við fórum í þrennar réttir í haust, Reykjaréttir á Skeiðum, Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum og Landréttir í Áfangagili.  Það mætti halda að við værum þingmenn miðað við allar réttirnar sem við fórum í, alla vegana sá maður sömu þingmennina í öllum þessum réttum og mætti halda að þetta væri aðalvinnan þeirra í septembermánuði.  Nú erum við að byrja að undirbúa jólin og Kolfinna Sjöfn er sko búin að fatta tilgang Grýlu og jólasveinanna.  Jólasveinarnir búa uppí Heklu og eru að búa til pakka handa henni.  Grýla er svo að sjálfsögðu að búa til graut handa þeim.  Spurning hvort Jón Finnur frændi á Selfossi samþykki að sveinarnir búi í Heklu en ekki í Ingólfsfjalli???  Vonandi samt að það verði nú ekki þrætuepli hjá þeim frændsystkinum Wink   Einnig veitir Kolfinna Sjöfn tunglinu mikla athygli þessa dagana og hún heldur því fram að hún sjái karlinn sem býr þar eins og Stúfur í samnefndri bók.  Ætli ég láti þetta ekki duga í bili.  Kveðja frá okkur öllum, Margréti Hörpu, krakkanum og karlinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

So fun too be child and weating för the x-mas and santa... And of cause is the santa living in hekla or ?!?! ha ha ha !

So fun ! :)

Knús

Lovisa 22.11.2008 kl. 07:44

2 identicon

Bara að kíkja á skvettuna og vita hvort mamman sé búin að uppfæra sögur af dömunni :)

Knúsur á línuna

Alla 24.11.2008 kl. 12:00

3 identicon

Vá gaman að fá þessa færslu. Það er augljóst að Kolfinna er á uppgötvunar-aldrinum, allt forvitnilegt, jafnvel tunglið....kannski verður hún tunglfari.

Annars alltaf gaman að kíkja hér inn.

Kær kveðja

Ingveldur og Ásgeir Skarphéðinn 1.12.2008 kl. 22:40

4 identicon

Vei vei loksins lestrarefni og nýjar myndir gaman gaman!! :)

Já þetta verða sko sannarlega skemmtileg jól í ár með frændsystkinunum þar sem þau eru að uppgötva þetta allt saman! Og tja hvar búa jólasveinarnir, spennandi!!!

knús til ykkar frá okkur :o*

Benna Laufey 2.12.2008 kl. 08:50

5 identicon

Du har fått en AWARD fra mig !!

Lovisa 5.12.2008 kl. 12:28

6 identicon

Du ahr fått en AWARD fra mig !

Lovisa 5.12.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband