Nú er frost á Fróni...

og styttist í þorrablót.  Þorrinn ætlar að vera harður í ár, nóg af snjó og mikið frost.  Kolfinna Sjöfn er orðin 18 mánaða og fór í skoðun og sprautu af því tilefni.  Hún er nú 10 kg. þung og 84 cm. löng, há og grönn eins og hún á kyn til Kissing og henni fannst lítið mál að láta sprauta sig, mikið hreystimenni sem vælir ekki út af smástungu Wink Henni finnst voða gaman að láta lesa, syngja og spila fyrir sig og kann nú þegar slatta af lögum, þ.e. kann endingarnar á vísuorðunum.   Uppáhaldslagið hennar um þessar mundir er "Minnkurinn í hænsnakofanum" og er hún orðin voða flink að segja dýrahljóðin í réttri röð eins og þau koma fyrir í viðlaginu þegar maður syngur það fyrir hana.  Ég er byrjuð að vinna hálfan daginn og sér Ómar um skvísuna á meðan, með dyggri aðstoð frá ömmu Sjöfn.  Því miður kemst Kolfinna Sjöfn ekki strax á leikskóla (allt fullt á Hellu) og því er gott að eiga góðar ömmur og afa til að leita til.  Annars er bara allt gott að frétta af okkur.  Nóg af bulli í bili.  Knús, Margrét Harpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ

kvitta fyrir okkur sjáumst fljótlega :)

kv Dagrún og María ósk

Dagrún 7.2.2008 kl. 14:48

2 identicon

við aftur , flottar myndir  

María ósk og Dagrún

Dagrún 7.2.2008 kl. 14:54

3 identicon

Aðeins að kíkja á nýju myndirnar, þú hefur svo sannarlega stækkað snúlla. :)

Ingveldur Geirsd. 11.2.2008 kl. 16:03

4 identicon

Hvað er þetta með mömmu og pabba þinn á ekki að fara að setja eitthvað nýtt hér inn  

og takk fyrir síðast

kv Dagrún , María Ósk , Helga Þóra og Ingibjörg Jónína

Dagrún 24.3.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband