Febrúar liðinn

Mikið líður tíminn hratt - febrúar liðinn og örugglega komið sumar áður en maður veit af!   Benna amma/langamma lést núna í febrúar og blessuð sé minning hennar.  Annars er alllt fínt að frétta af okkur að vanda.  Kolfinna Sjöfn fór að fá graut á kvöldin, tæplega 7 mánaða, þó svo hún væri ekkert að biðja um það.  Júgrið er nefnilega að fara til Glasgow með saumaklúbbnum sínum 15.-18. mars og þá þarf skvísan víst að vera farin að samþykkja einhverja fæðu svo hún svelti ekki. Wink  Kofinna Sjöfn varð veik í fyrsta sinn nú í febrúar, hiti, hósti og kvef, en hún náði því sko úr sér - hreystikvendi í uppsiglingu, vonandi!  Liverpool er búið að vera mjög sigursælt í febrúar og vann m.a. Barcelona 1-2 á útivelli, bara ef það skildi hafa farið fram hjá ykkur.  Kolfinna Sjöfn virðist vera gríðarlega ánægð með gengi Liverpool síðastliðinn mánuð og mun að sjálfsögðu fylgjast áfram spennt með, ásamt föður sínum.  Takk fyrir kveðjurnar í gestabókinni, alltaf gaman að sjá hverjir kíkja hérna inn.  Knús og kossar, Margrét Harpa og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast sæta skvís! Alltaf svo fallegar myndirnar af þér.  Hlakka til að sjá þig á morgun.

Kiss kiss þín frænka Benna Laufey

Benna Laufey 7.3.2007 kl. 21:55

2 identicon

Halló Gaman að lesa af því hvað það gengur vel hjá snúlludúllunni.  Eins gott að hún verði farin að borða graut og drekka úr pela þegar mamman fer  til SKotlands annars verður hún bara að komið með í sína fyrstu verslunarferð....myndi örugglega skemmta sér vel.

kv.Ingveldur 

Ingveldur 8.3.2007 kl. 23:18

3 identicon

Hæ hæ, 

verð nú að kvitta fyrir mig, kíki alltaf hér að öðru hvoru og hef voða gaman af að fylgjast með ykkur skvísunum. Verð að þvælast eitthvað á Hellu um páskana og það væri nú gaman að kíkja aðeins á ykkur.

Kveðja,

Gunna 

Guðrún Unnarsdóttir 9.3.2007 kl. 18:37

4 identicon

Jæja... nú er kominn apríl og frænkunni langar til að sjá fleiri myndir af litlu dúllunni

Hafdís frænka 2.4.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2195

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband