Gleðilegan vetur!

Já, á maður ekki að óska gleðilegs vetrar eins og gleðilegs sumars?  Það finnst mér alla vegana.  Allt fínt að frétta af okkur.  Kolfinna Sjöfn stækkar og dafnar eins og vera ber og er alltaf að koma með ný orð og nýjar athafnir.  Núna er rosa sport að klæða bangsana í einhver föt og gefa þeim að drekka og borða og getur skvísan dundað sér heilmikið við það.  Við gerðum slátur með ömmu Sjöfn og einnig hjálpuðum við ömmu Systu við vambasaum, um að gera að byrja sem fyrst að vasast í þessu gumsi Wink  Kolfinna Sjöfn kláraði annað sundnámskeiðið nú í lok október og er orðin mjög klár í að kafa og synda.  Einnig finnst henni mjög gaman að vafra um í búningsklefanum að loknum sundtíma, hálfnaktri móður hennar til mikillar gremju GetLost, stundum væri betra að daman væri svolítið feimin.  Skvísan er komin með eigin dótaherbergi en sefur þó enn í herberginu hjá foreldrunum, algjör óþarfi að færa sig strax.  Annars er lítið annað fréttnæmt hjá okkur, lífið gengur sinn vanagang og allt í sóma með það.  Endilega kvittið ef þið kíkið hér á þetta bull.  Kveðja, Margrét Harpa, Ómar og Kolfinna Sjöfn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitta fyrir innlitið

Hafdís Þórunn 8.11.2007 kl. 15:56

2 identicon

voða langt síðan maður hefur rekið nefið hér inn flotttar myndir af skvísuni

kv

Hjarðarbrekkugengið

Dagrún 11.11.2007 kl. 11:30

3 identicon

Hæhæ, ég kíki af og til á ykkur. Hlakka til að sjá ykkur öll í jólafríinu.

kveðja frá Odense

Hjördís frænka í DK 13.11.2007 kl. 13:00

4 identicon

Halló fagra fjölskylda (",)

Við kíkjum endrum og eins og kvittum fyrir kaffinu í þetta skiptið.

Kær kveðja í sveitina frá Kebblawickcity 

Gurrý og Halldór Örn 25.11.2007 kl. 13:44

5 identicon

Kvitti kvitt.. flottar nýju myndirnar
Bið að heilsa í sveitina!!!

guðrún karls 7.12.2007 kl. 12:54

6 identicon

Hæ hæ

bara að kikja aðeins , sjáumst

Dagrún 9.12.2007 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband