Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jólin nálgast

Jæja kæru vinir!  Nú eru komnar nýjar myndir af Kolfinnu Sjöfn í desemberalbúm.  Hún var í 5 mánaða sprautu í gær og gekk vel - orðin 62 cm. og 5400 g. og Arndís hjúkka var voða ánægð með skvísuna.  Annars er allt fínt að frétta af okkur hér í sveitinni - ég ofvirk í smákökubakstri og jóladúlli - mér finnst svo gaman að jólastússast.  Kolfinna Sjöfn hjálpar mér stundum með því að vera voða þæg og horfa á mig í ömmustólnum sínum....stundum gengur það upp og stundum ekki.  En nóg af bulli í bili - endilega kvittið í gestabókina - það er svo gaman að sjá hverjir kíkja hérna inn.  Já, og takk fyrir allar kveðjurnar.  Margrét Harpa, Ómar og Kolfinna Sjöfn, Lambhagamær 

Nóvembermyndir

Jæja, loksins komnar nýjar myndir af skvísunni.  Hún er óðum að stækka - er orðin rúm 5 kíló og um 60 cm löng.  Allt fínt að frétta af okkur.  Við erum byrjuð á jólastússinu, búin að fara á eina aðventutónleika sem kvennakórinn minn var að syngja á og auðvitað kom Kolfinna Sjöfn með.  Henni líkar músík mjög vel og var vær og góð í fanginu á mér meðan ég æfði með kórnum.  Hún verður áræðanlega farin að syngja áður en maður veit af.  Svo er bara að demba sér í smáköku- og konfektgerðina.  Alltaf heitt á könnunni hjá okkur ef ykkur langar að kíkja í kaffi.

 Aðventukveðja úr Lambhaga, Margrét Harpa og co


Skírnarmyndir

Jæja, nú eru komnar inn nokkrar myndir frá skírnardeginum.  Kolfinna Sjöfn þandi lungun ansi vel á skírnardaginn sinn og sýndi að hér er raddsterk dama á ferðinni - vildi auðvitað taka þátt í deginumWhistling .  Við viljum þakka kærlega fyrir samveruna á sunnudaginn og einnig fyrir allar fallegu gjafirnar sem daman er búin að fá.  Knús og kossar til ykkar allra!Kissing   Fjölskyldan í ,,Stóraskógi" 

Skírnardagur

Nú er búið að skíra mærina Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir.

Set inn myndir eftir helgi


Gleðilegan vetur

og takk fyrir sumarið.  Allt gott að frétta af okkur.  Nýjustu tölur af litlu skvísunni okkar eru 4100 g. og 57,5 cm. - hún er semsagt há og grönn eins og mamma sín Glottandi   Við ætlum svo að láta skíra hnátuna næsta sunnudag á Keldum - allir rosa spenntir, er það ekki?  Við vorum að bæta inn nokkrum myndum í októberalbúmið og svo munum við setja eitthvað meira inn eftir helgi.  Að lokum eitt gullkorn:  ,,Það er einn stór kostur við börn.  Þau ganga ekki um og sýna misjafnlega góðar myndir af foreldrunum!"  Bless í bili, Margrét Harpa, Ómar og Hugljúf Dimmblá eða Rauðbrá Rós eða..............??????????? (fullt til af gullfallegum nöfnum sem erfitt er að velja úr) 

Nýjar myndir í Ág/sept og Oktober albúm

Sæl og blessuð öll saman!

Allt fínt að frétta af okkur í Lambhaga.  Litla skvísan okkar dafnar bara vel að vanda.  Hún er farin að vaka meira en hún gerði fyrst og getur dundað sér þónokkurn tíma á leikteppinu og í ömmustólnum.  Svo smælar hún framan í mann alveg villt og galið eins og henni sé borgað fyrir það Hlæjandi  Hún hefur örugglega gert lagið hans Megasar að sínu mottói:  ,,Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig!"  Takk fyrir að kvitta í gestabókina og endilega haldið því áfram.  Kveðja, Margrét Harpa, Ómar og Hermundína Hörpudóttir Óákveðinn 


Nýjar myndir

Jæja, nú eru komnar inn nýjar myndir í Ágúst/September albúmið.  Nú er skvísan okkar orðin 3400 g og dafnar bara vel.  Hún er með smá magakveisu sem hrjáir hana helst um kvöldmatarleitið og stundar hún þá miklar þindaræfingar - enda ætlar hún að verða söngkona þegar hún verður stærri.  Annars er allt fínt að frétta af okkur - dúllum okkur heima í fína haustveðrinu og njótum þess að vera til.  Bless í bili, Lambhagafamelían Svalur  (Endilega kvittið í gestabókina)


Lambhagaskvísan

Jæja, nú er ætlunin að koma upp myndasíðu fyrir litlu skvísuna í Lambhaga svo vinir og vandamenn geti fylgst með hvað hún er að bralla og hvernig hún dafnar.  Hún er nú orðin 51 cm að lengd og 3150 g að þyngd svo hún dafnar vel.  Heldur haus af krafti, fylgist vel með í kringum sig, brosir við sérstök tilefni og er farin að safna læraspiki eins og mamma sín Glottandi .  Semsagt allt gengur vel hér á bæ.  Það skal tekið fram að pabbinn hefur, að eigin sögn, ekkert með Liverpool útlit síðunnar að gera.  Hann heldur því fram að skvísan hafi fæðst með mikinn áhuga á Liverpool og hafi m.a. beðið um Liverpool galla til að hengja á vögguna sína - svo mikill er áhuginn Hlæjandi

« Fyrri síða

Höfundur

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband