16.6.2009 | 12:26
Sumar og sól
Nú fer að styttast í að Kolfinna Sjöfn verði þriggja ára og bíður hún þess með óþreygju. Hún telur niður með afmælum og er runan eitthvað á þessa leið: "Fyrst á mamma afmæli, svo á pabbi afmæli, svo á Dagrún afmæli, svo á Hafdís afmæli og svo ég" Miklu betra að gera þetta svona heldur en að nota vikur og daga Annars gengur lífið sitt vanagang hér á bæ, sauðburður búinn, áburður kominn á tún og styttist í slátt, allt eins og það á að vera. Kolfinna Sjöfn er orðin ansi skýrmælt og notar R hljóðið mjög skýrt. Hún söng til dæmis hástöfum fyrir mig og aðra í "svínabúðinni" á Selfossi litalagið og sagði þá að sjálfsögðu: "...brrúnn, brrreikur brrranani, applesína talandi..." - óþarfi að sparrrra errrið þegar maðurrrr kanna að segja það. Henni finnst mjög gaman að syngja og kann ógrynni af textum og lögum. Dýrin í Hálsaskógi eru í miklu uppáhaldi og þykist hún vera Lilli fillumús (klifurmús) er hún klifrar í trjánum hjá ömmu Sjöfn. Hér er smá myndband af henni í þessum leik:
Meira seinna, kveðja, Margrét Harpa og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Litlir félagar
- Jón Finnur Frændi minn
- Birgir Snær og Arnór Darri Grafarvogstöffarar
- Dagný Guðmunda Guggudóttir
- Halldór Örn Keflavíkurtöffari
- Þórey Frænka mín
- Hinrik Dagur Bríetarson
- Ásgeir Skarphéðinn Ingveldarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá ekki smá flott hjá skvísu
Dagrún 17.6.2009 kl. 00:08
Glæsilegt hjá henni :)
Hafdís Þórunn 18.6.2009 kl. 09:27
Æ sætust...og hefur erft sönghæfileikana frá móður sinni :) Bið að heilsa fólki og dýrum.
Gugga 23.6.2009 kl. 09:36
Takk fyrir kveðjuna Margrét mín....Mikið vona ég að Óli Veigar litli verði jafn söngelskur og frænka sín....Engin smá dúlla hér á ferð :D
Guðbjörg Hulda 26.8.2009 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.