12.1.2009 | 12:42
Gleðilegt nýtt ár 2009!
og takk fyrir allt það góða á liðnu ári. Í lok nóvember lést Tómas afi/langafi á Stokkseyri, blessuð sé minning hans.
Desember var skemmtilegur mánuður hjá okkur að vanda. Við jóluðumst fullt, föndruðum, bökuðum, þrifum og höfðum það huggulegt þess á milli. Kolfinna Sjöfn sá nokkra jólasveina og leist henni ekkert á þá nema í fjarlægð - þeir voru svona fjarska fallegir að hennar mati. Þó fannst henni nú ógurlegt sport að fá pakka frá þeim í skóinn og yfirleitt leyndist eitthvað fallegt í þessum pökkum. Einn sveinkinn gaf henni þó skítuga kartöflu í skóinn og reyndi hún sko bara að gera gott úr því, hélt því fram að hún væri frá afa Gutta, ógurlega gaman hehe...En þegar ég bendi henni á að það væri Grýlulykt af skítugu kartöflunni þá hugsaði hún sig aðeins um, tók svo straujið inn í eldhús að ruslaskápnum og kallaði á mig að opna fyrir sig skápinn. Svo henti hún kartöflunni í ruslið og þóttist ekki kannast við neitt þegar Ómar spurði hana um skógjöfina, málið leyst!!! Benna Laufey eignaðist stelpu 22. desember og finnst Kolfinnu Sjöfn frænka sín alveg pííínulítil og heldur uppi litla fingri til að sýna hvað hún er lítil. Þær eiga nú samt öruggleg eftir að leika sér eitthvað saman í framtíðinni. Kolfinna Sjöfn fékk mikið af fallegum jólagjöfum og þökkum við kærlega fyrir okkur! Við fórum á tvö jólaböll, eitt í Þjórsárveri og annað á Hellu, og var mjög gaman að dansa í kringum jólatréð. Áramótin voru líka skemmtileg. Frábært veður til að brenna og skjóta upp flugeldum og góður matur snæddur í góðra vina hópi. Nóg af bulli í bili - endilega kvittið ef þið kíkið hér inn. Kveðja, Margrét Harpa og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Litlir félagar
- Jón Finnur Frændi minn
- Birgir Snær og Arnór Darri Grafarvogstöffarar
- Dagný Guðmunda Guggudóttir
- Halldór Örn Keflavíkurtöffari
- Þórey Frænka mín
- Hinrik Dagur Bríetarson
- Ásgeir Skarphéðinn Ingveldarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elsku sæta frænka mín!! Var að skoða allar fínu myndirnar þínar, alltaf gaman að skoða myndir af svona skemmtilegri stelpu.
Knús til ykkar allra frá okkur öllum :o* kv Benna Laufey og co
Benna Laufey 13.1.2009 kl. 14:59
Halló mæðgur. Rosa gaman að skoða myndirnar af Kolfinnu, jólakjóllinn er æðislegur. Sá hann í búðinni og var næstum búin að kaupa hann líka ;) Margrét, þú verður svo endilega að setja inn myndir af kjólunum sem þú varst að prjóna og sauma á skvísuna.
Takk annars fyrir frábæra helgi um síðustu helgi. Lambhagalambalærið er ennþá í huga mér.
Kv. Gugga
Guðbjörg Guðjónsdóttir 3.2.2009 kl. 11:34
Kvitti kvitti kvitt
Erla 11.2.2009 kl. 13:19
Takk !! :)
Lovisa 12.2.2009 kl. 18:43
Hæ hæ, skemmtilegar nýju myndirnar. Þið hafið greinlega haft það kósý um jólin. Sendum knús í sveitina. Heyrumst & sjáumst!
Guðrún Karlsdóttir 17.2.2009 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.