18.1.2008 | 16:18
Gleðilegt nýtt ár...
...og takk fyrir þau gömlu. Takk fyrir öll flottu jólakortin! Við höfðum það alveg ljómandi gott nú um hátíðarnar - slappað af, etið og drukkið eins og tilheyrir.
Svo er núna nýja árið gengið í garð og ótrúlegt hvað tíminn líður alltaf hratt. Loksins kom snjórinn og mér finnst alltaf svo gott hvað hann lýsir upp skammdegið, eitthvað annað en öll þessi rigning í desember. Ómar er nú reyndar ekki alveg eins hrifinn af snjónum og við mæðgur. Kolfinna Sjöfn gaf mér þessa fínu snjóþotu í jólagjöf (sem reyndar passar held ég aðeins undir aðra rasskinnina á mér
) og nýtur hún góðs af að nota hana. Henni finnst snjórinn mjög góður á bragðið og er mikið búin að reyna að ná honum af rúðunum þegar hún stendur inni og það snjóar. Hún er alltaf að læra nýja hluti eins og vera ber á þessum aldri. Skvísan fór á tvö jólaböll, á Hellu og í Þjórsárveri, og eftir þau var hún komin með hreyfingarnar á hreint við "Adam átti syni sjö" og "Í skóginum stóð kofi einn". Svo fékk skvísan fullt af fínum gjöfum í jólagjöf og því er nóg af dóti í herberginu til að leika sér með. Læt þetta duga í bili. Kveðja, Margrét Harpa
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Litlir félagar
- Jón Finnur Frændi minn
- Birgir Snær og Arnór Darri Grafarvogstöffarar
- Dagný Guðmunda Guggudóttir
- Halldór Örn Keflavíkurtöffari
- Þórey Frænka mín
- Hinrik Dagur Bríetarson
- Ásgeir Skarphéðinn Ingveldarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jibbí jei alltaf gaman að skoða nýjar myndir af svona fallegri prinsessu!!! Takk fyrir spjallið í símanum áðan snúllan mín.
koss og knús
Benna Laufey 21.1.2008 kl. 19:38
flottar myndir af þér litla rúsina :) og af hinum lika
Dagrún 21.1.2008 kl. 23:21
hæ litla skvísa,
alltaf jafn flottar myndirnar þínar. Bið að heilsa gamla settinu
Hafdís frænka
Hafdís 24.1.2008 kl. 16:51
Kvitt, kvitt, kvitt... Hef ekki kíkt hérna alltof lengi, fer að gera ykkur að þeim næstum daglega rúnti, þar sem ég fer ekki rúnt á hverjum degi hehehe ;)
Knús og gleðilegt n´tt ár.
Halla Rós í DK 1.2.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.