Stúlkan ársgömul!!!

Ójá, 21. júlí varð Kolfinna Sjöfn ársgömul og var að sjálfsögðu haldið upp á það með pompi og prakt Wizard   Ómar grillaði pylsur í gríð og erg og svo voru kökur í desert, fullt af skemmtilegum gestum og frábær dagur í alla staði.  Fullt af myndum frá afmælisdeginum í júlíalbúminu.  Við klipptum dömuna í fyrsta sinn á afmælisdaginn hennar, þ.e. Ómar hélt höfðinu og ég klippti, og finnst okkur hún hafa elst heilmikið við það - orðin allt í einu svo mikill krakki Tounge   Krakkinn er búin að vera aðeins í traktornum að "hjálpa" pabba sínum að vinna og finnst það ógurlega gaman, svo er líka svo gott að fá sér smá lúr þar Sleeping   Annars þroskast stúlkan og dafnar bara vel, var orðin 7600g og 73,5 cm í ársskoðuninni.  Tvær tönnslur eru komnar í efrigóm, til viðbótar við hinar tvær í neðri, svo nú getur hún gníst tönnum, öllum til mikillar ánægju Undecided   Skvísan blaðrar alveg heilmikið og er nú búin að bæta "nei" og "fisk" í orðaforðann sinn ásamt "vííí..." sem þýðir gönguvagninn hennar/bíll/allt sem er á hjólum.  Hún er orðin voða dugleg að ganga með en vantar aðeins kjarkinn til að sleppa sér.  Henni finnst voða gaman að dansa og dilla sér er hún heyrir lög í útvarpinu og svo er hún aðeins farin að syngja með, ógurlega krúttulegt, kallar þverflautuna mína "lala" og finnst voða gaman að glamra á gítarinn með mér.  Við fengum góða heimsókn frá danaveldi í lok mánaðarins og hitti Kolfinna Sjöfn jafnaldra sinn, Ívar Hrafn, í fyrsta sinn, voða gaman!  Lítið fleira að frétta af okkur í bili - sumarið líður hratt svo kvöldin eru orðin kertavæn og kósí.  Haldið endilega áfram að kvitta fyrir "komuna" á síðuna.  Kveðja, Margrét Harpa og co.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vorum að skoða nýju myndirnar af þér, Jóni Finni fannst það sko ekki leiðinlegt. Þú ert sko endalaust sæt og vonandi hittumst við sem fyrst. Koss og knús til ykkar allra  

Benna Laufey og Jón Finnur 8.8.2007 kl. 22:55

2 identicon

Til hamingju með litlu skvísuna....ja eða stóru skvísuna.

Gugga 15.8.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband