Júní

Nú er litla daman komin á ferð og flug.  Mesta sportið er að standa, standa og standa og svo líka að ganga meðfram öllu sem hægt er að ganga meðfram.  Hún er þó enn smá klaufi að setjast og finnst gríðarlegt öryggi í að maður komi við höndina á henni er hún mundar sig við að setjast - þá er alveg hægt að láta sig detta á bossann.  Kofinna Sjöfn fór í 11 mánaða mælingu og reyndist vera orðin 7500 g. og 72,5 cm. - há og grönn eins og foreldrarnir Cool  Hún heldur áfram að bæta við orðaforðann sinn.  Loksins sagði hún "pabbi" og svo kann hún líka að segja "sjáðu", "takk", "mjá" og að ógleymdu "datt" - endar dettur ansi margt þessa dagana að hennar mati. Tounge  Tvær tönnslur birtust í neðri góm um miðjan júní og var mamman svo heppin að finna þá fyrstu.  Annars er júní búinn að vera mjög viðburðarríkur.  Móðirin á heimilinu varð þrítug í mánuðinum og faðirinn 35 ára, þó svo hann haldi því fram að hann sé 25 eða yngri Whistling  Svo létu Benna Laufey og Ólafur Þór pússa sig saman um Jónsmessuna og var gríðarlegt húllumhæ í kringum það.  Loksins lét góða veðrið sjá sig og erum við mæðgur búnar að vera ansi duglegar að dúlla okkur á sólpallinum - það er jú líka hægt að standa upp við og ganga meðfram garðhúsgögnunum svo það skiptir ekki máli hvort maður sé úti eða inni Wink  Endilega verið dugleg að kvitta er þið kíkið hér inn - það er svo gaman að sjá hverjir eru að skoða þetta bull hjá manni.  Kveðja, Lambhagalufsurnar Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvittikvitt! Alltaf gaman að skoða flottu myndirnar af Kolfinnu Sjöfn krúttulínu og fá fréttir af ykkur :-) Bið að heilsa.

Ólöf Bjarnadóttir 5.7.2007 kl. 20:59

2 identicon

hæhæ  bara að kíkja kv Dagrún

Dagrún 17.7.2007 kl. 13:02

3 identicon

Jæja skvísí, mín bara alveg að verða 1. árs!!!!

Koss og knús Benna Laufey og co

Benna Laufey 19.7.2007 kl. 13:47

4 identicon

sæl Kolfinna Sjöfn og til hamingu með 1 árs afmælið um seinustu helgi. Alltaf jafn gaman að lesa um hvað er að gerast í lífi þínu.  Kveðja INgveldur Geirs.

Ingveldur Geirs. 24.7.2007 kl. 14:40

5 identicon

Hæhæ 

Smá kvitt fyrir innlitið.. Hjartanlega til hamingju með eins árs afmælið um daginn Bið kærlega að heilsa mömmu og pabba.

Bestu kveðjur

Guðrún bumba

guðrún karls 30.7.2007 kl. 20:49

6 identicon

hæhæ

við erum bara að kíkja , á ekki að fara að koma með fleirri myndir

sjáumst knús

Hjarðabrekkugengið

Dagrún 1.8.2007 kl. 18:26

7 identicon

Hæ hæ vorum að skoða allar myndirnar ekki smá flottar  knús og  frá okkur litla snúlla  bið að heilsa gamla settinu  kv Hjarðabrekkugengið

Dagrún 6.8.2007 kl. 20:33

8 identicon

Hæhó,

vó, sólpallur og húsgögn ... hljómar vel

Alla 6.8.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband