Er líða fer að jólum...

...er ekki seinna vænna en að setja eitthvað hér inn.  Búin að setja inn fimm ný albúm, júní - október 2009.  Við brölluðum margt skemmtilegt í sumar.  Fórum m.a. í sumarbústað til Bennu Laufeyjar og co í Húsafelli, smá ferðalag í Borgarfjörðinn, ættarmót, grillveislur og margt fleira skemmtilegt.  Hápunktur júnímánaðar var sko að hitta Skoppu og Lúsí á 17. júní hátíðarhöldunum á Hellu, ótrúlega gaman að hitta þær svona í eigin persónu.  Svo varð daman þriggja ár í júlí og var að sjálfsögðu haldið upp á það með pomp og prakt.  Ágúst leið á ógnarhraða og september tók við með sínu réttarstússi.  Svo er búið að standa í sláturgerð og öðrum haustverkum núna í október og finnst Kolfinnu Sjöfn sko ekki leiðinlegt að drullumallast í ekta mat ;o)  Skvísan flutti af Bangsadeild yfir á Fíladeild eftir sumarfrí og líkar henni það vel.  Við förum einu sinni í viku í íþróttaskólann og finnst henni það yfirleitt mjög mikið sport.  Við fórum saman í myndatöku núna í nóvember og er við komum inn á ljósmyndastofuna tilkynnti Kolfinna Sjöfn ljósmyndaranum að hún ætlaði að kaupa mynd af sér - það væru bara til myndir af mömmu heima - veit ekki alveg hvernig henni datt það í hugKissing Nenni ekki að bulla meira í bili.  Kveðja, Margrét Harpa


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Vei vei loksins!! Búin að skoða fullt af myndum gaman gaman!!!

Takk fyrir :o*

Benna Laufey 10.11.2009 kl. 09:33

2 identicon

flottar myndir af skvísu :)

Dagrún 15.11.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband